New England Revolution halda áfram að gera það gott í MLS deildinni en liðið situr á toppi Austurdeildarinnar með 52 stig, 14 stigum á undan Nashville FC í 2. sæti.
Arnór Ingvi Traustason hefur staðið sig vel á tímabilinu en íslenski landsliðsmaðurinn lagði upp eina mark Revs í 1-0 sigri á Philadelphia Union í gærnótt. Matt Polster skoraði markið á 33. mínútu. Arnór var svo rekinn af velli á 59. mínútu þegar hann fékk að líta sitt annað gula spjald í leiknum.
New England Revolution hefur aldrei unnið MLS bikarinn en úrslitaleikurinn er í nóvember þar sem sigurvegarar Austur- og Vesturdeildarinnar mætast.
<blockquote class=“twitter-tweet“><p lang=“en“ dir=“ltr“>🎱🎱🎱 weight room 👊<a href=“https://twitter.com/hashtag/NERevs?src=hash&ref_src=twsrc%5Etfw“>#NERevs</a> | <a href=“https://twitter.com/MattPolster?ref_src=twsrc%5Etfw“>@MattPolster</a> <a href=“https://t.co/NeFlxJs2k5″>pic.twitter.com/NeFlxJs2k5</a></p>— New England Revolution (@NERevolution) <a href=“https://twitter.com/NERevolution/status/1433946467295760384?ref_src=twsrc%5Etfw“>September 4, 2021</a></blockquote> <script async src=“https://platform.twitter.com/widgets.js“ charset=“utf-8″></script>