fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Breiðablik staðfestir kaup sín á Pétri

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 30. ágúst 2021 10:30

Mynd: Grótta

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grótta og Breiðablik hafa náð samkomulagi að framherjinn stóri og stæðilegi Pétur Theodór Árnason gangi til liðs við Blika fyrir næsta keppnistímabil. Blikar staðfesta þetta á vef sínum tíma en málið hefur lengi verið til umræðu.

Pétur sem er 25 ára framherji er sem stendur markahæsti leikmaðurinn í Lengjudeildinni 2021 með 18 mörk í 19 leikjum. Auk þess skoraði hann 3 mörk í 2 leikjum í Mjólkurbikar karla á tímabilinu. Hann á að baki 4 drengjalandsleiki en lenti svo í erfiðum meiðslum. En með mikill elju og dugnaði náði hann sér aftur og hefur verið með öflugustu leikmönnum Gróttu undanfarin ár.

Pétur hefur spilað 152 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 74 mörk. Leikmaðurinn gerir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Albert mætti í Landsrétt í morgun

Albert mætti í Landsrétt í morgun
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað