Verið er að klára alla pappírsvinnu til að Cristiano Ronaldo gangi formlega í raðir Manchester United. Han mun þreyta frumraun sína eftir tæpar tvær vikur.
Ronaldo er 36 ára gamall en hann snýr til baka eftir tólf ár hjá Real Madrid og Juventus.
Ronaldo er einn besti knattspyrnumaður sögunnar en margir efast um að hann geti slegið í gegn 36 ára gamall í enska boltanum.
Ljóst er að Ronaldo verður í fremstu víglínu United sem hafa bætt við sig þremur leikmönnum í sumar.
Er þetta sterkasta byrjunarlið United?