fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Mikael blöskrar að Guðni taki einn ábyrgð – „Klara ætti ekki að mæta til vinnu“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 30. ágúst 2021 08:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnusérfræðingurinn Mikael Nikulásson telur ótrúlegt að Klara Bjartmarz framkvæmdarstjóri KSÍ haldi starfi sínu á meðan Guðni Bergsson axli ábyrgð sem formaður og gangi frá borði.

Guðni Bergsson sagði upp störfum sem formaður KSÍ í ljósi þeirra mála sem verið hafa til umræðu. Maraþonfundir fóru fram í Laugardalnum um helgina þar sem stjórn sambandsins fundaði.

Allt starfsfólk sambandsins var boðað til fundar eftir að Guðni tók ákvörðun um að stíga til hliðar. Íslenska karlalandsliðið er á leið í verkefni en liðið á þrjá heimaleiki á næstu dögum, málið mun án nokkurs vafa fá mikla athygli í undirbúningi fyrir leikina. Þórhildur Gyða Arnardóttir steig fram í fréttum RÚV á föstudag og greindi frá því að árið 2017 hafi þekktur landsliðsmaður áreitt hana kynferðislega og ráðist svo á hana, og sagði að Guðna og KSÍ hafi verið vel kunnugt um málið.

„Guðni axlar ábyrgð og segir af sér, það er sagt að hann hafi sagt upp. Það hljómar eins og hann hafi verið rekinn,“ sagði Hugi Halldórsson í hlaðvarpsþættinum The Mike Show í gærkvöldi.

Stjórn KSÍ ákvað að segja ekki upp störfum og Klara Bjartmarz framkvæmdarstjóri heldur velli, talsverð umræða á sér stað í samfélaginu að fleiri þurfi að axla ábyrgð. Guðna er hrósað fyrir að axla ábyrgð á meðan aðrir fá last fyrir að þora ekki að taka skrefið.

„Þetta var mjög skrýtin helgi, menn sátu á 10-12 tíma fundi samanlagt. Síðan koma allir eftir á og eru svakalega sorry, að KSÍ hafi brugðist. Það er mjög spes Guðni sé einn að labba frá borði og mæti ekki til vinnu í fyrramálið,“ sagði Mikael Nikulásson sérfræðingur þáttarins.

Mikael telur að Klara ætti að sitja við sama borð og mæta ekki til vinnu í dag. „Það segir sig alveg sjálft að hún ætti ekki að mæta í fyrramálið (Í dag), það er alveg ljóst að flest mál fara í gegnum hana. Það fer mest í gegnum hana og hún veita meira um málin en Guðni. Að hún fari ekki líka, sérstaklega hún. Það gengur aldrei upp.“

Mikael hrósar Guðna fyrir að stíga til hliðar. „Flott hjá Guðna að axla ábyrgð, mér þótti margt skrýtið í þessu máli. Hann labbar út en af hverju situr Klara áfram? Hún ber fullt af ábyrgð, hún hefur starfað þarna miklu lengur en Guðni. Það er mikið talað um mál frá 2010 eða 2011, þar var Guðni ekki starfsmaður en Klara var þar,“ sagði Mikael.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United

Ten Hag gæti selt sama leikmann og hann gerði hjá United
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Goðsögn Arsenal hafnaði Vardy

Goðsögn Arsenal hafnaði Vardy
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum