Paris Saint-Germain vann nokkuð þægilegan sigur á Reims á útivelli í frönsku Ligue 1 í dag.
Kylian Mbappe gerði bæði mörk Parísarliðsins í sitt hvorum hálfleiknum.
Reims kom knettinum í netið snemma í seinni hálfleik en var markið dæmt af með aðstoð myndbandsdómgæslu.
Lionel Messi kom við sögu í sínum fyrsta leik með PSG í dag. Argentíska snillingnum var skipt inn á fyrir Neymar á 66. mínútu.
Hér fyrir neðan má sjá myndir af því þegar Messi lék í búningi PSG í fyrsta sinn.