fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Sjáðu Ronaldo fara upp í einkaflugvél – Áhugi Manchester United staðfestur

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 27. ágúst 2021 13:07

Cristiano Ronaldo og Georgina Rodriguez.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo er sestur upp í einkaflugvél sína og hefur yfirgefið Ítalíu. Fullyrt er að hann velji nú á milli Manchester United og Manchester City.

Bæði Pep Guardiola og Ole Gunnar Solskjær hafa tjáð sig um Ronaldo nú rétt í þessu.

Fabrizio Romano sem er þekktur fyrir góðar heimildir segir að United sé í viðræðum við Ronaldo, þær viðræður hafi farið af stað í gærkvöldi.

„Cristiano mun velja hvar hann vill spila, það er ekki undir Manchester City komið,“ sagði Pep Guardiola þegar hann var spurður út í Ronaldo í dag.

Ole Gunnar Solskjær opnaði dyrnar fyrir endurkomu Ronaldo. „Ronaldo er sá besti í sögunni ásamt Messi, ég átti ekki von á því að Ronaldo færi frá Juventus. Það hafa verið sögusagnir, við höfum alltaf átt góða samskipti. Hann veit hvað við erum að hugsa, ef hann er að fara þá erum við hérna og hann veit það,“ sagði Solskjær.

Einnig kom fram í máli Solskjær að Bruno Fernandes hefði átt í samskiptum við Ronaldo undanfarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leikmenn fengu aftur frí – „Þetta var ótrúlega erfitt andlega“

Leikmenn fengu aftur frí – „Þetta var ótrúlega erfitt andlega“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rashford gæti fengið mjög þungt högg í magann frá Barcelona

Rashford gæti fengið mjög þungt högg í magann frá Barcelona
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

KSÍ tók ákvörðun í desember – „Ekki alltaf skemmtilegt“

KSÍ tók ákvörðun í desember – „Ekki alltaf skemmtilegt“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða

Ekkert að gerast í máli Mbeumo en Brentford lætur vita af nýjum verðmiða
433Sport
Í gær

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Í gær

Chelsea mætir Real eða PSG

Chelsea mætir Real eða PSG
433Sport
Í gær

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref
433Sport
Í gær

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár