Keflavík tók á móti Breiðablik í 15. umferð Pepsi Max deildar kvenna í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli liðanna.
Keflavík komst yfir strax á 4. mínútu þegar Kristín Dís varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Blikar sóttu stíft eftir markið en náðu ekki að koma boltanum í netið.
Seinni hálfleikur spilaðist á svipaðan hátt, Blikar voru meira með boltann og sóttu en Keflvíkingar voru virkilega duglegar og baráttuglaðar og vörðust vel. Blikar náðu loksins að brjóta ísinn undir lok leiks með marki frá Selmu Sól Magnúsdóttur. Fleiri mörk voru ekki skoruð og 1-1 jafntefli því niðurstaðan í kvöld.
Keflavík er í 8. sæti með 13 stig en Breiðablik í 2. sæti með 32 stig.
Keflavík 1 – 1 Breiðablik
1-0 Kristín Dís Árnadóttir, sjálfsmark (´4)
1-1 Selma Sól Magnúsdóttir (´88)