fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Harry Kane heimtar launahækkun hjá Tottenham

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 26. ágúst 2021 19:15

Harry Kane

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry er nú talinn krefjast þess að fá launahækkun hjá Tottenham eftir að hafa verið neitað um félagsskipti til Manchester City í sumar. Hann vill verða hæst launaðasti leikmaðurinn deildarinnar og fá 400 þúsund pund á viku að því er segir í frétt Sportsmail.

Harry Kane staðfesti á samfélagsmiðlum sínum í vikunni að hann ætlar að vera áfram hjá Tottenham eftir miklar vangaveltur um framtíð kappans. Hann vildi ólmur komast í burtu og vinna titla og hafði Manchester City mikinn áhuga. Daniel Levy neitaði þó að selja leikmanninn og er hann því áfram hjá Tottenham.

Harry Kane á að hafa fengið launahækkun síðasta sumar þegar félagið neitaði að selja hann og er hann að fá um 300 þúsund pund vikulega. Það finnst Kane ekki nóg en hann vill verða launahæstur í deildinni og fá 400 þúsund pund vikulega. Kevin De Bruyne er núna launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með 385 þúsund pund á viku.

Samkvæmt heimildum Sportsmail er Tottenham tilbúið að verða við þessari beiðni en launahækkunin á að vera tengd við ýmsa bónusa, þar á meðal mörk og stoðsendingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stjarnan þarf að borga sektina til KSÍ en segir mistökin hafa verið mannleg

Stjarnan þarf að borga sektina til KSÍ en segir mistökin hafa verið mannleg
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rómantík í beinni: Daðursleg skilaboð virðast hafa skilað árangri – Leikkonan beit á agnið hjá boltastráknum

Rómantík í beinni: Daðursleg skilaboð virðast hafa skilað árangri – Leikkonan beit á agnið hjá boltastráknum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hjörvar talar um afturhvarf til fortíðar og var pirraður að hlusta á – „Hann var að garga í eyrun á mér“

Hjörvar talar um afturhvarf til fortíðar og var pirraður að hlusta á – „Hann var að garga í eyrun á mér“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu hræðileg mistök Hákons gegn Aston Villa í kvöld – Var reiður út í sjálfan sig eftir mark Harvey Elliott

Sjáðu hræðileg mistök Hákons gegn Aston Villa í kvöld – Var reiður út í sjálfan sig eftir mark Harvey Elliott
433Sport
Í gær

Umspilið í Lengjudeildinni hefst á morgun – Svona raðast þetta

Umspilið í Lengjudeildinni hefst á morgun – Svona raðast þetta
433Sport
Í gær

Setja það í forgang að fá Haaland á næstu árum

Setja það í forgang að fá Haaland á næstu árum