Romelo Lukaku gerði grín að nýju liðsfélögum sínum í Chelsea og sendi þeim skilaboð eftir að hann skoraði frábært mark á æfingu liðsins í vikunni.
Lukaku skrifaði nýverið undir samning við Chelsea en hann var keyptur til félagsins frá Inter. Hann skoraði strax í sínum fyrsta leik gegn Arsenal og ljóst er að hann verður lykilmaður fyrir Chelsea.
Á dögunum kom inn myndband af Lukaku á æfingu og hefur það slegið í gegn á samfélagsmiðlum. Á myndbandinu sést Lukaku skora frábært mark og liðsfélagar hans fögnuðu vel og þá sagði kappinn: „Guð minn góður! Ég skal kenna ykkur öllum að skora, skref fyrir skref.“
“I’ll teach you all how to score, one by one.” 🤣 pic.twitter.com/PUnA5cNnWo
— LDN (@LDNFootbalI) August 25, 2021
Stuðningsmenn Chelsea eru afar ánægðir með sjálfstraust Lukaku og hrósuðu honum á samfélagsmiðlum.