fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Wilshere íhugaði að leggja skóna á hilluna þegar sonur hans spurði afhverju ekkert lið vildi semja við hann

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 26. ágúst 2021 21:15

Jack Wilshere / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jack Wilshere viðurkenndi í viðtali á dögunum við The Athletic að hann sé alvarlega að íhuga að leggja skóna á hilluna aðeins 29 ára gamall og sagði einnig frá því að hann sjái mikið eftir því að hafa yfirgefið Arsenal árið 2018.

Wilshere er án félags eftir að Bournemouth losaði hann af samningi í sumar. Hann segist hafa áhyggjur af framtíðinni en það sem hefur mest áhrif á hann eru spurningar frá börnunum sínum.

„Börnin mín eru komin á þann aldur að þau skilja hvað er í gangi. Og það er erfitt að útskýra þetta fyrir þeim, sérstaklega þegar þau spyrja „afhverju vill ekkert félag fá þig pabbi“, hvað á maður eiginlega að segja?“ sagði Wilshere í ítarlegu viðtali við The Athletic.

„Vinir þeirra í skólanum stríða þeim líka á þessu sem er erfitt.“

Hann viðurkenndi einnig í viðtalinu að hann hefur þurft að taka foreldra barnanna á fund til að ræða þessa stríðni en hún kemur oft upprunalega frá foreldrunum sjálfum.

Wilshere æfir einn þessa dagana og er að reyna að koma sér í form og finna sér félag. Hann gæti hugsað sér að spila annars staðar en á Englandi þar sem fólk þekkir hann minna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arsenal kaupir danska miðjumanninn

Arsenal kaupir danska miðjumanninn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið í lokaleik Íslands – Færri breytingar en einhverjir vilja

Líklegt byrjunarlið í lokaleik Íslands – Færri breytingar en einhverjir vilja
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjórnarmaður KSÍ kemur Þorsteini og framkomu hans til varnar – „Það er ekkert pláss fyrir viðkvæmt fólk í blaðamennsku“

Stjórnarmaður KSÍ kemur Þorsteini og framkomu hans til varnar – „Það er ekkert pláss fyrir viðkvæmt fólk í blaðamennsku“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Heinze aðstoðar Arteta
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hafa fengið 80 milljónir á mótinu hingað til

Hafa fengið 80 milljónir á mótinu hingað til
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vaknaði og fór að hágráta vegna Jota – ,,Svo ótrúlega sársaukafullt“

Vaknaði og fór að hágráta vegna Jota – ,,Svo ótrúlega sársaukafullt“