Dregið var í riðla Meistaradeildarinnar rétt áðan og eftir það var tilkynnti UEFA um leikmenn og þjálfara ársins í karla- og kvennaflokki.
Jorginho, leikmaður Chelsea, var valinn besti leikmaður ársins hjá UEFA en hann vann bæði Meistaradeildina með Chelsea og varð Evrópumeistari með Ítalíu. Stjóri hans hjá Chelsea, Thomas Tuchel, var valinn stjóri ársins.
Alexia Putellas, miðjumaður Barcelona, var valinn besti leikmaður ársins kvennamegin og stjóri hennar Lluis Cortés stjóri ársins. Kvennalið Barcelona vann Meistaradeildina í vor. Auk þess voru var tilkynnt um besta markmann, varnarmann, miðjumann og framherja ársins.
Sóknarmaður ársins: Erling Haaland (Dortmund) var valinn framherji ársins karlamegin og Jenni Hermoso (Barcelona) kvennamegin.
Miðjumaður ársins: N´Golo Kante (Chelsea) var valinn miðjumaður tímabilsins karlamegin og Alexia Putellas (Barcelona) kvennamegin.
Varnarmaður ársins: Rúben Dias (Manchester City) var valinn varnarmaður tímabilsins karlamegin og Irene Paredes (PSG) kvennamegin.
Markmaður ársins: Edouard Mendy (Chelsea) var valinn markmaður tímabilsins karlamegin og Sandra Panos (Barcelona) kvennamegin.
⚽ 🏅 𝗧𝗵𝗲 𝟮𝟬𝟮𝟬/𝟮𝟭 𝗨𝗘𝗙𝗔 𝗠𝗲𝗻'𝘀 𝗣𝗹𝗮𝘆𝗲𝗿 𝗼𝗳 𝘁𝗵𝗲 𝗬𝗲𝗮𝗿 𝗶𝘀… 𝗝𝗼𝗿𝗴𝗶𝗻𝗵𝗼!
A #UCL and #EURO2020 champion – what a year for the Chelsea man.
Congratulations, Jorginho! #UEFAawards pic.twitter.com/luVwEagEE8
— UEFA (@UEFA) August 26, 2021
⚽ 🏅 𝗧𝗵𝗲 𝟮𝟬𝟮𝟬/𝟮𝟭 𝗨𝗘𝗙𝗔 𝗪𝗼𝗺𝗲𝗻'𝘀 𝗣𝗹𝗮𝘆𝗲𝗿 𝗼𝗳 𝘁𝗵𝗲 𝗬𝗲𝗮𝗿 𝗶𝘀… 𝗔𝗹𝗲𝘅𝗶𝗮 𝗣𝘂𝘁𝗲𝗹𝗹𝗮𝘀!
Congratulations, Alexia – a fantastic season culminating in #UWCL success! #UEFAawards pic.twitter.com/wNut53rkmm
— UEFA (@UEFA) August 26, 2021