Benjamin Mendy leikmaður Manchester City hefur verið settur í bann eftir að kæra var lögð fram gegn honum af lögreglu.
Ekki kemur fram í yfirlýsingu City um sakarefni Mendy en hann mun ekki æfa eða spila með liðinu á meðan lögreglan fer yfir málið.
Í fjölmiðlum kemur að Mendy er kærður fyrir fjórar nauðganir og eina kynferðislega áreitni gegn þremur konum frá október 2020 og þangað til í ágúst á þessu ári. Í yfirlýsingu lögreglu kemur fram að allar konurnar séu eldri en 16 ára.
Hann situr fastur í haldi lögreglu og mun fara fyrir dómara á morgun.
„Manchester CIty getur staðfest í kjölfarið af kæru á hendur Benjamin Mendy hefur hann verið settur í bann á meðan rannsókn fer fram,“ sagði í yfirlýsingu.
„Félagið getur ekki tjáð sig meira af lagalegum ástæðum.“
Mendy er 27 ára gamall franskur bakvörður en hann kom til City árið 2017 en hefur ekki tekist að slá í gegn vegna meiðsla
#BREAKING Manchester City footballer Benjamin Mendy, 27, has been charged with four counts of rape and one count of sexual assault against three complainants aged over 16 between October 2020 and August 2021, Cheshire Constabulary said
— Julian Druker (@Julian5News) August 26, 2021