fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Rooney efast um að Ronaldo fari í City

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 26. ágúst 2021 17:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney efast um að sinn gamli samherji Cristiano Ronaldo muni ganga í raðir Manchester City. Ronaldo hefur samið um kaup og kjör við Manchester City, Jorge Mendes umboðsmaður hans reynir nú að losa hann frá Juventus. AS á Spáni segir frá.

Ronaldo vill fara frá Juventus áður en félagaskiptaglugginn lokar í næstu viku, samtalið milli City og Juventus er ekki hafið. Juventus vill 30 milljónir evra fyrir Ronaldo.

City er tilbúið að gera tveggja ára samning við Ronaldo en félagið er ekki tilbúið að borga krónu fyrir hann.

Ronaldo er goðsögn í augum stuðningsmanna Manchester United, ljóst er að þeir ættu erfitt með að fyrirgefa honum það að taka skrefið yfir til CIty.

„Ég hef mínar efasemdir,“ sagði Rooney þegar hann var spurður um það hvort Ronaldo væri á leið til City.

„Cristiano hefur skilið eftir sig frábært orðspor hjá United, ég held að hann fari ekki til City.“

Rooney tók þá dæmi um United goðsagnir sem hefðu farið þessa leið. „Þú veist aldrei í fótbolta, í fortíðinni þá fór Peter Schmeichel til City og Andy Cole líka. Mark Hughes var svo stjóri þeirra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Heinze aðstoðar Arteta

Heinze aðstoðar Arteta
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hafa fengið 80 milljónir á mótinu hingað til

Hafa fengið 80 milljónir á mótinu hingað til
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur
433Sport
Í gær

Jóhann Ingi fær verðugt verkefni Í Evrópu

Jóhann Ingi fær verðugt verkefni Í Evrópu