Cristiano Ronaldo hefur samið um kaup og kjör við Manchester City, Jorge Mendes umboðsmaður hans reynir nú að losa hann frá Juventus. AS á Spáni segir frá.
Ronaldo vill fara frá Juventus áður en félagaskiptaglugginn lokar í næstu viku, samtalið milli City og Juventus er ekki hafið. Juventus vill 30 milljónir evra fyrir Ronaldo.
City er tilbúið að gera tveggja ára samning við Ronaldo en ljóst er að hann myndi lækka verulega í launum.
Ronaldo er goðsögn í augum stuðningsmanna Manchester United, ljóst er að þeir ættu erfitt með að fyrirgefa honum það að taka skrefið yfir til CIty.
Ronaldo er 36 ára gamall en hann hefur verið á toppnum frá árinu 2007 og er á meðal bestu knattspyrnumanna í sögunni.
💣💥¡Hay acuerdo entre el Manchester City y Cristiano Ronaldo!
🇮🇹Solo falta que la Juventus acepte la inclusión de un jugador del City pic.twitter.com/JCb02Gjuba
— Diario AS (@diarioas) August 26, 2021