KSÍ hefur ekki fengið neinar ábendingar um kynbundið ofbeldi inn á sitt borð eftir að Guðni Bergsson var kjörinn formaður sambandsins árið 2017. Frá þessu segir Guðni í samtali við Fréttablaðið.
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands og kennari við Borgarholtsskól hefur haldið öðru fram með pistlum sínum á Vísir.is.
Guðni segist meðvitaður um sögur á samfélagsmiðlum, hann segir hins vegar ekkert erindi hafa borist KSÍ um ósæmilega hegðun landsliðsmanna.
„Við höfum ekki fengið neinar tilkynningar né ábendingar um slíkt inn á okkar borð síðan ég tók við formennsku en hins vegar erum við meðvituð um frásagnir á samfélagsmiðlum,“ segir Guðni.
„Það er auðvitað erfitt að alhæfa hvort að slík mál hafi komið inn á borð sambandsins frá upphafi en ef að við fáum ábendingu um að leikmaður okkar hafi eða sé að beita ofbeldi, þá skoðum við það auðvitað og grípum til aðgerða eins og viðá og hægt er,“ segir Guðni við Fréttablaðið.