fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
433Sport

Fær boð um að hækka laun sín um 70 milljónir á mánuði

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 26. ágúst 2021 08:39

Kane og Kate, konan hans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Kane greindi frá því í gær að hann myndi ekki yfirgefa Tottenham í sumar, framherjinn vildi ólmur fara en Tottenham neitaði að selja hann.

Manchester City bauð í tvígang í Kane en Tottenham hafnaði báðum tilboðum, það síðara var upp á 125 milljónir punda.

„Ég verð áfram hjá Tottenham í sumar og verð 100 prósent einbeittur á að ná árangri með liðinu,“ skrifaði Kane og setur allt á hliðina með því að staðfesta að hann verði áfram í herbúðum félagsins.

Kane er fyrirliði enska landsliðsins en hann hefur ólmur viljað losna frá Tottenham. Nú er ljóst að hann fer ekki. Daniel Levy stjórnarformaður félagsins hefur verið harður í horn að taka og ætlaði sér ekki að missa Kane.

Levy ætlar núna að verðlauna Kane og bjóða honum nýjan samning og hækka laun hans í 330 þúsund pund á viku en í dag þénar Kane 230 þúsund pund á viku.

Hann getur því fengið 70 milljóna króna launahækkun á mánuði eða 840 milljónir í hækkun yfir árið. Vikulaun Kane yrðu þá 57 milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Aftur farnir að eltast við Garnacho

Aftur farnir að eltast við Garnacho
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt