fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Arsenal og Southampton með stórsigra í deildarbikarnum – Aubameyang með þrennu

Helga Jónsdóttir
Miðvikudaginn 25. ágúst 2021 21:10

Pierre-Emerick Aubameyang snýr líklega aftur í enska boltann, nú til Chelsea / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur leikjum var að ljúka í 2. umferð deildarbikarsins á Englandi í kvöld. Arsenal og Southampton völtuðu yfir sín lið og Burnley hafði betur gegn Newcastle í vítakeppni.

Arsenal sigraði West Brom örugglega. Aubameyang kom liðinu yfir þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. Nicolas Pepe og Aubameyang bættu svo við tveimur mörkum áður en flautað var til hálfleiks og staðan því 0-3 í hálfleik.

Leikmenn Arsenal voru ekki hættir en Saka skoraði fimmta markið snemma í seinni hálfleik og Aubameyang fullkomnaði þrennu sína á 62. mínútu. Alexandre Lacazette gulltryggði svo frábæran sigur Arsenal á 69. mínútu.

Þetta var góður leikur hjá Arsenal og mikilvægur sigur fyrir Mikel Arteta og lærisveina hans en þeir hafa byrjað tímabilið illa með tveimur töpum í deildinni.

West Brom 0 – 6 Arsenal
0-1 Pierre Emerick Aubameyang (’17 )
0-2 Pierre Emerick Aubameyang (’45 )
0-3 Nicolas Pepe (’45 +1)
0-4 Bukayo Saka (’50 )
0-5 Pierre Emerick Aubameyang (’62 )
0-6 Alexandre Lacazette (’69 )

Southampton valtaði yfir Newport og sigraði 8-0. Elyounoussi skoraði þrennu í leiknum.

Newport 0 – 8 Southampton
0-1 Armando Broja (‘9 )
0-2 Nathan Tella (’25 )
0-3 Kyle Walker-Peters (’44 )
0-4 Mohamed Elyounoussi (’48 )
0-5 Mohamed Elyounoussi (’55 )
0-6 Armando Broja (’57 )
0-7 Nathan Redmond (’69 )
0-8 Mohamed Elyounoussi (’90 )

Loks hafði Burnley betur gegn Newcastle eftir vítaspyrnukeppni. Enn var markalaust eftir venjulegan leiktíma en Burnley hafði betur í vítakeppni. Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Burnley í dag.

Newcastle 0 – 0 Burnley (3-4, Burnley áfram eftir vítakeppni)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband