fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Pepsi-Max deild kvenna: Valur Íslandsmeistari eftir stórsigur á Tindastól

Helga Jónsdóttir
Miðvikudaginn 25. ágúst 2021 19:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur tók á móti Tindastól á Origo vellinum í Pepsi-Max deild kvenna í kvöld. Valur vann öruggan 6-1 sigur og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með sigrinum.

Elín Metta Jensen kom Val yfir strax í byrjun leiks og eftir það var þetta aldrei spurning. Cyera Makenzie Hintzen tvöfaldaði forystuna á 35. mínútu eftir frábæra sókn.

Mist Edvardsdóttir skoraði þriðja markið í byrjun seinni hálfleiks og Ásdís Karen Halldórsdóttir það fjórða stuttu síðar. Fanndís Friðriksdóttir skoraði fimmta mark Vals á 70. mínútu en Jacquline Altschuld skoraði sárabótarmark undir lokin úr vítaspyrnu. Fanndís Friðriksdóttir gulltrygði svo sigur Vals á 87. mínútu.

Valur hefur verið besta liðið í deildinni í sumar og hafa þær nú tryggt sér titilinn þrátt fyrir að eiga enn tvo leiki eftir í deildinni.

Valur 6 – 1 Tindastóll
1-0 Elín Metta Jensen (´6)
2-0 Cyera Makenzie Hintzen (´35)
3-0 Mist Edvardsdóttir (´47)
4-0 Ásdís Karen Halldórsdóttir (´58)
5-0 Fanndís Friðriksdóttir (´70)
5-1 Jacquiline Altschuld (´83)
6-1 Fanndís Friðriksdóttir (´87)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband