fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

„Þetta er búið að vera mikið meira vesen en ég átti von á“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 25. ágúst 2021 16:00

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson hefur opinberað landsliðshóp sinn fyrir komandi verkefni í undankeppni HM 2022. Hópurinn sem opinberaður var í dag er áhugaverður. Liðið mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í þremur heimaleikjum en fyrsti leikur er á fimmtudag í næstu viku.

Arnar var spurður út í það hvort það væri einhver eftirsjá í honum að hafa tekið starf. Atvik utan vallar sem komið hafa upp eftir að Arnar tók við eru mörg, í fyrsta verkefni liðsins í mars gaf Gylfi Þór Sigurðsson ekki kost á sér og vakti það athygli. Þá var starfsfólk KSÍ ekki með allar reglur á hreinu þegar kom að því hverjir væru löglegir í fyrsta leik gegn Þýskalandi í undankeppni HM.

Eftir gott verkefni í sumar beindust svo spjótin aftur að KSÍ þegar Eiður Smári Guðjohnsen rataði í fréttirnar fyrir atvik utan vallar. Þegar það mál var úr sögunni var Gylfi Þór handtekinn í Bretlandi en er laus gegn tryggingu.

Síðustu vikur hafa svo spjótin beinst að KSÍ þar sem sambandið hefur verið sakað um kvennfyrirlitingu og fleira í þeim dúr. Þrátt fyrir vesen og læti utan vallar sér Arnar ekki eftir því að hafa tekið starfið.

„Þetta er búið að vera mikið meira vesen en ég átti von á, ég sé alls ekki eftir því að haf tekið starfið. Þrátt fyrir áskoranir,“ sagði Arnar og Eiður Smári skaut þá inni og sagði. „Ýmsar uppákomur,“ sagði þessi fyrrum leikmaður Chelsea og Barcelona um stöðu mála.

Arnar segir starfið krefjandi. „Þetta er ógeðslega skemmtilegt, þetta er krefjandi. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér hversu, ógeðslega gaman þetta er. Við hlökkum til að takast á við fyrstu heimaleikina, það er alveg sama hvað gerist. Sama hversu margir eru meiddir, við trúum því statt og stöðugt að með þessum hópi getum við náð árangri. Okkur langar að gera gott mót og ná góðum árangri.“

Arnar var spurður út í það hvað liðið þyrfti að gera til að fá þjóðina aftur á sitt band og vera með í verkefnum sem eru á næsta leyti.

„Eins og í öllu lífinu, þetta er einn stór hringur. Lið er líka stanslaust í þróun, það er ákveðinn lífshringur sem knattspyrnulið hefur og kynslóð. Við veljum alltaf það besta lið sem við getum hverju sinni, með þá hugmyndafræði sem við trúum á. Við getum bara gert eitt til að fá fólkið í landinu til að styðja við liðið, við sýnum og sönnum að þetta er okkar ástríða og líf. Það er sama fyrir leikmenn. Berjast fyrir Ísland. Skila inn sigrum og stigum,“ sagði Arnar Þór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal

Anton Ingi tekur við starfi Óskars í Úlfarsárdal
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband