fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Eiður Smári tjáir sig um óvænt val á syni sínum í landsliðið: „Þetta er ekki auðvelt fyrir mig“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 25. ágúst 2021 14:30

Eiður Smári Guðjohnsen. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson hefur opinberað landsliðshóp sinn fyrir komandi verkefni í undankeppni HM 2022. Hópurinn sem opinberaður var í dag er áhugaverður. Liðið mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í þremur heimaleikjum en fyrsti leikur er á fimmtudag í næstu viku.

Athygli vekur að Andri Lucas Guðjohnsen sonur Eiðs Smára aðstoðarþjálfara er í hópnum í fyrsta sinn, hann er 19 ára gamall og leikur með unglingaliðum Real Madrid.

„Þetta er ekki auðvelt fyrir mig sem pabbi hans að commenta mikið á það, Andri Lucas sem leikmaður er mjög sterkur í nánast öllum hlutum. Sterkur í loftinu, góður í að tengja spilið og staðsetningar mjög góðar. Hann er complete sem framherji,“ sagði Eiður Smári um valið á syni sínum.

Hann segir Arnar Þór taka ákvörðun um valið á hópnum og að hann stígi til hliðar þegar synir hans eru til tals. Sveinn Aron Guðjohnsen, elsti sonur Eiðs var í verkefninu í mars en er ekki með núna.

„Við áttum samtal þjálfararnir. Ég er að aðstoða Arnar, ég stend með honum þegar kemur að valinu. Sama sagan var þegar Sveinn Aron kom í hópinn, þá varð ég að stíga til hliðar og Arnar velur það. Ef ég hefði fengið að velja þá væri Daniel Tristan líka og dóttir mín í hægri bakverði.“

„Ég verð að ýta því til hliðar þegar kemur að drengjunum mínum. Við eigum spjall þegar við erum ekki á æfingasvæðinu þar sem þjálfari þarf að tala við sína leikmenn, þetta er sérstök upplifun. Voru ekki allir Guðjónssynir í hóp fyrir nokkrum árum. Ég get ímyndað mér að það hafi ekki verið auðvelt fyrir Guðjón Þórðarson.“

Einn af okkar efnilegustu leikmönnum:

Arnar Þór hefur ekki neina efasemdir um ágæti Andra og segir. „Andri Lucas er einn af okkar efnilegustu leikmönnum, hann er byrjaður að spila með varaliði Real Madrid sem spilar í deildarkeppni á Spáni. Það er fullorðins fótbolti, hann meiðist fyrir ári síðan en tekið heilt undirbúningstímabil með Real Madrid. Hann hefur spilað marga leiki þar, hann eins og Ísak Bergmann, Andri Fannar eru ungir leikmenn sem eru á mjög góðum stað. Þetta er unga orkan og ferskleikinn sem hjálpar reynslunni okkar,“ sagði Arnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Aftur farnir að eltast við Garnacho

Aftur farnir að eltast við Garnacho
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt