Harry Kane er að játa sig sigraðan í þeirri baráttu að losna frá Tottenham. Daily Mail fjallar um og kveðst hafa öruggar heimildir.
Kane sér ekki fram á það að Manchester City bjóði 150 milljónir punda í hann á næstu dögum, um er að ræða verðmiða sem Tottenham ætlar ekki að lækka.
Kane er fyrirliði enska landsliðsins en hann hefur ólmur viljað losna frá Tottenham, það hefur ekki gengið og Mail segir að Kane sé að játa sig sigraðann.
Líklegt er að Kane muni skrifa undir nýjan samning við Tottenham ef honum mistekst að fara en hann kom seint til baka úr sumarfríi vegna málsins.
Félagaskiptagluginn lokar í næstu viku og þá kemur á hreint hvort Kane verður áfram eða ekki.