fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
433Sport

Dóttirin útskýrir ofbeldið sem fjölskyldan má þola: „Við verðum að venjast þessu lífi“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 24. ágúst 2021 12:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reiður stuðningsmaður Arsenal tók sér stöðu nálægt Edu, yfirmanni knattspyrnumála hjá félaginu, í tapleik gegn Chelsea í fyrradag til þess að láta hann heyra það. Eiginkona Edu tók upp hanskann fyrir sinn mann.

Chelsea vann virkilega þægilegan 0-2 sigur á Arsenal á Emirates-leikvanginum í fyrradag Arsenal hefur nú tapað báðum leikjum sínum á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni. Fyrri tapleikurinn kom gegn nýliðum Brentford.

Edu.

Margir stuðningsmenn félagsins eru orðnir pirraðir á Mikel Arteta, stjóra liðsins. Arsenal hefur hafnað í áttunda sæti í deildinni tvö tímabil í röð. Sem stendur er ekki útlit fyrir að leiðin liggi upp á við í náinni framtíð.

Sem yfirmaður knattspyrnumála fær Edu einnig sinn skerf af gagnrýni. Hann hefur til að mynda mikið að segja þegar kemur að leikmannakaupum félagsins. Dótti Edu fór á Instagram til að útskýra hvað fjölskyldan er að ganga í gegnum.

„Horfið á allt sem faðir minn hefur unnið, horfið á allt sem ég hef gert. Ég veit hvað hann getur gert, ég ætla ekki að ræða það. Að lesa það allt særir mig mikið,“ sagði Maria Gaspar dóttir Edu.

„Við verðum að venjast þessu lífi, lífið fer upp og niður. Faðir minn hefur lifað þessu lífi um nokkurt skeið, hann er gagnrýndur og fær hrós. Hann er vanur þessu en ekki ég, þetta særir mig mikið. Við lærum af þessu.“

„Ég var vön því að svara fólki í einkaskilaboðum en ég hef hætt. Ég get ekki opnað það lengur því það er svo mikið ofbeldi þar, ég hef ekki þolinmæði í það.“

„Hausinn minn er ekki á góðum stað til að útskýra hlutina því faðir minn verður fyrir miklu ofbeldi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Aftur farnir að eltast við Garnacho

Aftur farnir að eltast við Garnacho
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt