fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Telur næsta víst að Arteta verði rekinn

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 24. ágúst 2021 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Micah Richards telur að Arsenal muni án nokkurs vafa reka Mikel Arteta úr starfi, hann verði fórnarlamb þess að liðið er ekki nógu gott.

Arsenal hefur eytt mest allra liða á Englandi í sumar en félagið hefur þó ekki verslað úr efstu hillu eins og Richards bendir á.

„Þessa stundina getur Arsenal ekki fengið bestu leikmennina, leikmennirnir í þeirri hillu velja önnur lið,“ sagði Richards.

„Þegar þú talar um að þeir hafi eytt miklum fjármunum, þeir eru að versla úr hillunum fyrir neðan. Eða þá að þeir eru að veðja á unga leikmenn með hæfileika.“

„Þú myndir halda að stjórinn hefði eitthvað að segja um kaupstefnuna en það er mikil vandræði hjá Arsenal. Þeir hafa keypt nokkra leikmenn án þess að hugsa.“

Richards telur að Arteta missi starfið innan tíðar. „Að kaupa unga leikmenn mun kosta Arteta starfið, hann mun ekki koma liðinu í fremstu röð á þeim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga