fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
433Sport

Stuðningsmenn Arsenal brjálaðir eftir hegðun Willian á Instagram

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 23. ágúst 2021 11:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Willian leikmanni Arsenal hefur tekist að pirra stuðningsmenn félagsins all svakalega. Arsenal tók á móti Chelsa í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Leikið var á Emirates vellinum í Lundúnum.

Romelu Lukaku var í byrjunarliði Chelsea í fyrsta sinn síðan hann kom aftur til félagsins og kom Evrópumeisturunum yfir á 15. mínútu eftir sendingu frá Reece James. Chelsea komst í 2-0 forystu 20 mínútum síðar þegar að Reece James hamraði boltann í netið eftir frábæran undirbúning Kai Havertz og Mason Mount.

Arsenal reynir að losna við Willian sem kom frá Chelsea fyrir rúmu ári síðan, eftir tap Arsenal í gær skellti Willian sér á Instagram og líkaði við færslu Chelsea um leikinn.

Stuðningsmenn Arsenal eru allt annað en sáttir við það að leikmaður félagsins setji „læk“ á færslu hjá liði sem var að vinna Arsenal.

„Riftið samningi við hann, núna,“ skrifar einn reiður stuðningsmaður Arsenal en líklegt er talið að Willian fari frá Arsenal á næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Aftur farnir að eltast við Garnacho

Aftur farnir að eltast við Garnacho
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt