fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
433Sport

Spænski boltinn: Gareth Bale skoraði fyrir Real Madrid í fjörugum leik gegn Levante

Ísak Gabríel Regal
Sunnudaginn 22. ágúst 2021 22:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gareth Bale var í byrjunarliði Real Madrid sem sótti Levante heim í 2. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Leikið var á Estadio Ciudad De Valencia vellinum.

Bale kom Real Madrid yfir eftir fimm mínútna leik eftir stoðsendingu frá Karim Benzema. Þetta var fyrsta mark Bale í spænska boltanum frá árinu 2019.

Levante sneri leiknum sér í vil í seinni hálfleik með tveimur mörkum á 11 mínútna kafla. Roger Martí minnkaði muninn á 46. mínútu og Campana jafnaði metin 11 mínútum síðar þegar hann skaut boltanum viðstöðulaust í fjærhornið af stuttu færi.

Vinicius Junior kom inn á sem varamaður fyrir Real Madrid og jafnaði á 73. mínútu eftir góða skyndisókn Madrid manna. Suarez Pier kom heimamönnum aftur í forystu á 79. mínútu en Vinicus Jr. reyndist bjargvættur Real Madrid þegar hann skoraði annað mark sitt í leiknum á 85. mínútu og jafnaði metin í 3-3. Aitor Fernandez, markvörður Levante, var rekinn af velli þegar að þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og þurfti miðvörður liðsins, Ruben Vezo að fara í markið. Real Madrid tókst ekki að skora framhjá honum og lokatölur 3-3. Real Madrid er í 2. sæti með 4 stig eftir 2 leiki. Levante er í 8. sæti með 2 stig.

Athletico Madrid vann 1-0 sigur á heimavelli gegn Elche fyrr í dag. Ángel Correa skoraði eina mark leiksins á 39. mínútu. Athletico er í 1. sæti með fullt hús stiga eftir 2 leiki. Elche er í 16 sæti með 1 stig.

Lokatölur:

Levante 3 – 3 Real Madrid
0-1 Gareth Bale (‘5)
1-1 Roger Marti (’46)
2-1 Campana (’57)
2-2 Vinicius Jr. (’73)
3-2 Suarez Pier (’79)
3-3 Vinicius Jr. (’85)

Athletico Madrid 1 – 0 Elche
1-0 Ángel Correa (’39)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Aftur farnir að eltast við Garnacho

Aftur farnir að eltast við Garnacho
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt