fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Pepsi Max-deild karla: Víkingur hafði betur gegn Val í toppslagnum

Ísak Gabríel Regal
Sunnudaginn 22. ágúst 2021 21:16

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur R. og Valur mættust á Víkingsvellinum í sannkölluðum toppslag í úrvalsdeild karla í knattspyrnu í kvöld. Víkingur bar sigur úr býtum með tveimur mörkum gegn einu.

Kwame Quee kom Víkingum yfir á 23. mínútu eftir frábæra sókn sem endaði á því að Pablo Punyed sendi boltann fyrir á kollinn á Kwame sem skallaði boltann í netið. Viktor Örlygur Andrason kom Víkingum í 2-0 fimm mínútum síðar með frábæru einstaklingsframtaki. Viktor fékk boltann á miðjum vallarhelmingi Vals og hljóp inn á teig og hamraði boltanum í fjærhornið framhjá Hannesi.

Valsmenn byrjuðu seinni hálfleik af meiri krafti eftir arfaslakan fyrri hálfleik en tókst þó ekki að skora fyrr en í uppbótartíma. Varamaðurinn Kaj Leo í Bartalsstovu var þar að verki en lengra komust Valsmenn ekki og lokatölur 2-1 fyrir Víkinga.

Það er orðið ansi jafnt á topppnum en það munar sjö stigum á 1. og 5. sæti. Valur og Víkingur R. eru hnífjöfn á toppi deildarinnar, en bæði lið eru með 36 stig eftir 17 leiki. Breiðablik er í 3. sæti með 35 stig og á leik til góða á tvö efstu liðin.

Lokatölur:

Víkingur R. 2-1 Valur
1-0 Kwame Quee (23)
2-0 Viktor Örlygur Andrason (’28)
2-1 Kaj Leo í Bartalsstovu (’93)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Linda Líf til Svíþjóðar

Linda Líf til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Helgi og Egill að störfum í Sviss

Helgi og Egill að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands