Stjórar í ensku úrvalsdeildinni grátbiðja nú leikmenn sína að fara í bólusetningu vegna vaxandi tilfella af Covid-19. Stjórarnir eru hræddir um að smit hjá leikmönnum geti haft áhrif á heilsufar þeirra í fleiri mánuði og haft stór áhrif á tímabilið.
Margir stjórar í ensku úrvalsdeildinni notuðu blaðamannafundi í gær til þess að segja frá því að margir leikmenn neiti að láta bólusetja sig. Meðal þeirra stjóra sem tjáðu sig um málið eru Pep Guardiola, Steve Bruce, Mikel Arteta og Ole Gunnar Solskjaer. Þeir hvöttu allir leikmenn sína í að fara í bólusetningu.
Margir leikmenn hafa áhyggjur af langtíma áhrifum bólusetningar og vilja fræðast meira um þau. Stjórarnir segjast allir hvetja leikmenn til þess að fara í bólusetningu en segjast ekki geta krafist þess.
„Mínir leikmenn hafa ekki allir farið í bólusetningu. Ég er búinn að fara og ég hvet alla strákana til að fara en ég get ekki látið þá fara gegn þeirra vilja,“ sagði Solskjaer á blaðamannafundi.
Enska úrvalsdeildin hvetur alla sem koma að ensku liðunum til þess að fara í bólusetningu vegna Covid vegabréfana sem verða tekin í notkun 1. október. Félögin vita ekki hvort það verður vandamál fyrir þá leikmenn sem neita bólusetningu.