fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Fókus

7 spurningar sem sérfræðingurinn vill að þú spyrjir á fyrsta stefnumótinu

Fókus
Sunnudaginn 22. ágúst 2021 09:30

Mynd/Andrea Piacquadio, Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

James Thomas hjá condoms.uk er kallaður sérfræðingur í samböndum og hann hefur deilt sjö spurningum sem hann segir að þurfi að vera spurðar á fyrsta stefnumóti.

1 „Hvernig finnst þér best að slaka á?“

Að komast að því hvernig einstaklingur slakar á getur gefið þér innsýn í persónuleika hans. Ef hann slakar á með því að lesa bók þá getur þú reiknað með því að honum finnist fínt að vera einn með sjálfum sér. Ef þeir nefna að þeim þyki best að slaka á með vinum eða fjölskyldu þá getur þú aftur á móti reiknað með því að þeim þyki betra að vera í kringum aðra heldur en einn.

Spurningin getur einnig gert það að verkum að þið finnið eitthvað sem þið eigið sameiginlegt.

2 „Hvaða þætti hám-horfðir þú seinast á?“

Þessi spurning getur sýnt fram á hvað einstaklingur vill horfa á. Fólk á það til að tengja við skáldaðar persónur sem það vill líkjast svo það er ágætt að komast að því hvar þú hefur manneskjuna sem þú ert með á stefnumóti.

Þá getið þið einnig mælt með þáttum fyrir hvort annað og aftur fundið sameiginleg áhugamál.

3 „Hvað langar þig að læra?“

Þessi spurning getur gefið upplýsingar um metnað einstaklings. Í gegnum lífið erum við alltaf að læra og stefna að því að bæta okkur. Ef einhver hefur enga löngun í að læra eitthvað þá getur það verið eitthvað sem er gott að vita strax – það er að segja ef það er ekki þinn bolli af te.

Þarna getið þið séð hvort að forgangsröðun ykkar passi saman.

4 „Ertu með einhvern einkennis-rétt sem þú elskar að elda?“

Þetta getur sýnt fram á hvort að einstaklingur sé hæfileikaríkur í eldhúsinu eða ekki. Ef þeir viðurkenna að þeir eldi ekki þá getið þið nýtt það til að læra að elda eitthvað saman á framtíðar stefnumótum og ef þeir hafa einhvern mat sem þeir elska að elda þá gæti þessi spurning landað þér boði í heimaeldaðan mat.

Þarna getið þið líka hafið samræður um hvernig mat þið borðið og hvort þið séuð með einhver ofnæmi.

5 „Ef heimurinn myndi enda á morgun, hvað myndir þú gera?

Þessi spurning gæti landað samræðunum á nokkra ólíka staði. Þetta gæti fært húmor í samræðurnar eða bent til mikilvægra persónueinkenna á borð við kærleik og samkennd. Ef einstaklingur vill eyða sínum síðustu stundum með fjölskyldunni til dæmis.

Þetta hjálpar þér að fá tilfinningu fyrir persónuleika einstaklingsins og innsýn yfir í það hvort þeir séu hvatvísir eða skipulagðir.

6 „Hvað er það besta sem hefur komið fyrir þig í þessari viku?“

Þetta er góð leið til að brjóta ísinn. Spurningin er mjög opin og leyfir þeim sem svarar henni að meta hvað þeim finnst „best“. Þetta sýnir fram á það hvort þeir kunni að meta litlu hlutina í lífinu eða hvort þeir meti frekar stóru hlutina.

7 „Hvað er það furðulegast sem þú hefur verslað í netverslun?“

Þetta er skemmtileg spurning sem getur hjálpað samtali að flæða áfram. Þessi spurning gefur færi á að segja góða sögu fyrir báða aðila og svörin gætu verið eitthvað sem stæði upp úr á stefnumótinu.

Svo nú er ekki um annað að ræða en að leggja þessar spurningar á minnið fyrir næsta stefnumót.

En hvað ef fyrsta stefnumótið gengur illa?

James segir „Ef hlutirnir eru ekki að ganga upp, ekki örvænta. Ef þið eruð ekki að smella saman þá eru allar líkur á því að hinn aðilinn hafi líka tekið eftir því. Það er ekkert skammarlegt við það að vera hreinskilinn en ekki flýja vettvang og ekki fara að hegða þér öðruvísi. Ef maturinn eða drykkirnir eru búnir þá getur þú einfaldlega óskað eftir reikningnum, sagt hinum hver staðan er og svo sagt þetta gott.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir starfsfólk Ellen DeGeneres hafa „kippst við“ af ótta á tökustað

Segir starfsfólk Ellen DeGeneres hafa „kippst við“ af ótta á tökustað
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sláandi upplýsingar í nýrri bók – Drykkja Elísabetar drottningarmóður á meðgöngu hafði alvarlegar afleiðingar

Sláandi upplýsingar í nýrri bók – Drykkja Elísabetar drottningarmóður á meðgöngu hafði alvarlegar afleiðingar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sextug ofurfyrirsætan sýnir stolt líkamann án filters – „Þetta er ég“

Sextug ofurfyrirsætan sýnir stolt líkamann án filters – „Þetta er ég“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Illkvittna gælunafnið sem Gwyneth notaði fyrir Winonu afhjúpað

Illkvittna gælunafnið sem Gwyneth notaði fyrir Winonu afhjúpað
Fókus
Fyrir 6 dögum

Vekur reiði með umdeildu tónlistarmyndbandi – Heimilisofbeldi og klám

Vekur reiði með umdeildu tónlistarmyndbandi – Heimilisofbeldi og klám
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Þegar ég hitti annað fólk sem á sömu lífsreynslu gerist eitthvað, þar sem báðir aðilar skilja hvað hinn hefur upplifað“

„Þegar ég hitti annað fólk sem á sömu lífsreynslu gerist eitthvað, þar sem báðir aðilar skilja hvað hinn hefur upplifað“
Fókus
Fyrir 1 viku

Frægur sjónvarpskokkur í Þrastarlundi – „Hann er svo mikil fyrirmynd og mikill innblástur“

Frægur sjónvarpskokkur í Þrastarlundi – „Hann er svo mikil fyrirmynd og mikill innblástur“
Fókus
Fyrir 1 viku

Harry óttast útskúfun frá Bretlandi þegar Vilhjálmur tekur við völdum

Harry óttast útskúfun frá Bretlandi þegar Vilhjálmur tekur við völdum