Barcelona tók á móti Real Sociedad í 1. umferð spænsku deildarinnar í kvöld. Þar höfðu Börsungar betur og unnu 4-2 sigur.
Piqué kom Barcelona yfir þegar rúmur stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. Braithwaite tvöfaldaði forystu heimamanna í uppbótartíma fyrri hálfleiks og þannig stóðu leikar í hálfleik.
Braithwaite var aftur á ferðinni í seinni hálfleik er hann skoraði þriðja mark Börsunga. Allt leit út fyrir öruggan sigur þeirra en Julen Lobete minnkaði muninn á 82. mínútu. Mikel Oyarzabal minnkaði muninn í 3-2 aðeins þremur mínútum seinna með frábæru marki og við tóku spennandi lokamínútur. Sergi Roberto skoraði svo fjórða mark Börsunga í uppbótartíma og tryggði þeim 3 stig.
Barcelona 4 – 2 Real Sociedad
1-0 Piqué (´19)
2-0 M. Braithwaite (´45+2)
3-0 M. Braithwaite (´59)
3-1 Julen Lobete (´82)
3-2 Mikel Oyarzabal (´85)
4-2 Sergi Roberto (´90+2)