Stefán Teitur Þórðarson og félagar hans í Silkeborg sóttu OB heim í dönsku ofurdeildinni í dag. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli liðanna. Silkeborg er í 5. sæti deildarinnar með 7 stig. Aron Elís Þrándarson var valinn maður leiksins á ýmsum miðlum en hann leikur með OB. OB er í 7. sæti deildarinnar með 5 stig.
Stefán Teitur vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum í leiknum í dag en skot hans fór beint að ungum dreng sem var að gæða sér á pylsu yfir leiknum. Boltinn fór beint í pylsuna sem varð til þess að hún datt í gólfið og strákurinn sat eftir með sárt ennið. Sjón er sögu ríkari.
R.I.P. den franske hotdog 😭😭😭😭😭😭 #sldk #obsif pic.twitter.com/urvznebL6J
— Sandro Spasojevic (@SandroSpaso) August 15, 2021