KA tók á móti Stjörnunni á Greifavellinum í Pepsi Max deild karla í dag. KA vann þar 2-1 sigur sem gefur þeim mikilvæg stig í toppbaráttunni.
Ásgeir Sigurgeirsson kom heimamönnum yfir þegar um hálftími var liðinn af leiknum. Þannig stóðu leikar í hálfleik.
Hilmar Árni Halldórsson jafnaði metin snemma í seinni hálfleik. Mikið var um baráttu inni á velli en lítið um opin færi þar til Mikkel Qvist kom heimamönnum aftur yfir með skalla eftir aukaspyrnu undir lok leiks. Dusan Brkovic fékk sitt annað gula spjald rétt fyrir leikslok en hann braut á Emil Atla. Eyjólfur Héðinsson fékk svo beint rautt spjald í uppbótartíma er hann stöðvaði skyndisókn heimamanna.
KA situr nú í 2. sæti deildarinnar með 30 stig eftir 16 leiki en Stjarnan í 9. sæti með 16 stig.
KA 2 – 1 Stjarnan
1-0 Ásgeir Sigurgeirsson (´29)
1-1 Hilmar Árni Halldórsson (´53)
2-1 Mikkel Qvist (´81)
Dusan Brkovic rautt spjald (´89)