Lokaleik 1. umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni var að ljúka en þar tók Tottenham á móti Englandsmeisturum Manchester City. Leiknum lauk með 1-0 sigri Tottenham. Manchester City stillti upp dýrasta byrjunarliði sögunnar í leiknum.
Markalaust var þegar flautað var til hálfleiks en Tottenham endaði fyrri hálfleikinn nokkuð vel. Leikmenn Manchester City litu út fyrir að vera nokkuð ráðalausir á síðasta þriðjungi vallarins og ógnuðu lítið.
Son kom Tottenham yfir snemma í seinni hálfleik með flottu marki. Gestirnir reyndu að sækja það sem eftir lifði leiks en náðu þó ekki að ógna marki heimamanna að ráði.
Tottenham 1 – 0 Manchester City
1-0 Son Heung-Min (´55)
'Ederson, Cancelo, Dias, Ake, Mendy, Fernandinho, Gundogan, Grealish, Mahrez, Torres, Sterling.'
£550 million – the most expensive line up in history 🤯 pic.twitter.com/Aid3zdxKkN
— SPORTbible (@sportbible) August 15, 2021