fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Barcelona vill losna við Coutinho – Búið að gefa öðrum leikmanni treyjunúmerið hans

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 15. ágúst 2021 15:30

Philippe Coutinho. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lazio hefur áhuga á Philippe Coutinho, miðjumanni Barcelona. Félagið vill fá leikmanninn að láni til að byrja með og fá svo möguleika á að semja við hann til frambúðar á 25 milljónir evra eftir næsta tímabil ef vel gengur.

Coutinho hefur verið orðaður við brottför frá spænska stórliðinu og hefur einnig verið orðaður við endurkomu í ensku úrvalsdeildina en nú er Lazio á Ítalíu líklegasti áfangastaðurinn.

Samkvæmt heimildum La Gazzetta dello Sport mun Barcelona borga helming launa Coutinho ef hann fer til Lazio.

Coutinho hefur ekki átt góða tíma í Barcelona og vill félagið losna við hann sem fyrst. Coutinho hefur spilað í treyju númer 14 en félagið hefur gefið Rey Manaj, leikmanni sem er að koma upp í A-liðið úr unglingaliðinu, það númer. Coutinho á tvö ár eftir á samningi hjá Barcelona en hann kom þangað frá Liverpool.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann