Paris Saint-Germain sigraði Strasbourg á heimavelli í efstu deild Frakklands í kvöld.
Mauro Icardi kom þeim yfir á 3. mínútu leiksins. Kylian Mbappe tvöfaldaði forystu heimamanna á 25. mínútu.
Tveimur mínútum síðar kom Julian Draxler PSG í 3-0. Þannig var staðan í hálfleik.
Kevin Gameiro minnkaði muninn fyrir gestina á 53. mínútu. Ludovic Ajorque ógnaði forystu Parísarliðsins enn frekar með marki fyrir Strasbourg tíu mínútum síðar.
Pablo Sarabia gulltryggði þó sigur PSG með marki á 86. mínútu. Lokatölur 4-2.
PSG er með fullt hús stiga þegar tveimur leikjum er lokið á leiktíðinni.
Fyrir leik voru þeir Lionel Messi, Gianluigi Donnarumma, Sergio Ramos, Achraf Hakimi og Gini Wijnaldum, nýjir leikmenn PSG, kynntir fyrir stuðningsmönnum. Þeir þrír fyrstnefndu voru þó ekki með í dag.