Landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður áfram laus úr haldi lögreglu gegn tryggingu til 16. október hið minnsta. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.
Gylfi er til rannsóknar í Bretlandi, grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Málið rataði í fjölmiðla í síðasta mánuði.
RÚV hefur eftir Sky Sports að lausn Gylfa Þórs hafi verið framlengt á meðan rannsókn á máli hans heldur áfram.
Landsliðsmaðurinn hefur ekki enn verið nafngreindur í breskum fjölmiðlum af lagalegum ástæðum.
Everton lék sinn fyrsta leik á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni gegn Southampton í dag. Leikurinn vannst 3-1.
Gylfi Þór var augljóslega ekki með í þeim leik.