fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Enska úrvalsdeildin: Afskaplega þægilegt hjá Liverpool – Frábær Salah

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 14. ágúst 2021 18:26

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool vann mjög þægilegan útisigur gegn Norwich í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Diogo Jota kom gestunum yfir á 26. mínútu. Trent Alexander-Arnold átti þá flotta fyrirgjöf sem Mohamed Salah framlengdi á Jota sem skoraði.

Diogo Jota skorar mark sitt. Mynd/Getty

Liverpool ógnaði marki Norwich ekki mikið meira fram að hálfleik en stjórnaði hins vegar leiknum. Staðan í hálfleik var 0-1.

Gestirnir voru áfram betri aðilinn í seinni hálfleik. Á 65. mínútu tvöfaldaði Roberto Firmino forystu þeirra. Eftir skyndisókn renndi Salah boltanum á Brasilíumanninn sem skoraði auðveldlega.

Roberto Firmino fagnar í dag. Mynd/Getty

Salah innsiglaði sigurinn sjálfur með marki með flottu skoti á 74. mínútu. Frábær leikur hans.

Nýliðarnir gerðu nokkra atlögu að marki Liverpool í lok leiks en tókst ekki að klóra í bakkann. Lokatölur 0-3.

Mohamed Salah átti stórleik. Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Horfir til betri vegar hjá Rooney

Horfir til betri vegar hjá Rooney
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta var stærsta ástæða þess að Eriksen var ekki hrifin af tilboði Wrexham

Þetta var stærsta ástæða þess að Eriksen var ekki hrifin af tilboði Wrexham
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Alonso stórhuga – Þrír úr ensku úrvalsdeildinni á blaði

Alonso stórhuga – Þrír úr ensku úrvalsdeildinni á blaði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“
433Sport
Í gær

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband
433Sport
Í gær

Henry baunaði á sitt fyrrum félag – „Ég vil ekki tala svona“

Henry baunaði á sitt fyrrum félag – „Ég vil ekki tala svona“