fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Enska úrvalsdeildin: Afskaplega þægilegt hjá Liverpool – Frábær Salah

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 14. ágúst 2021 18:26

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool vann mjög þægilegan útisigur gegn Norwich í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Diogo Jota kom gestunum yfir á 26. mínútu. Trent Alexander-Arnold átti þá flotta fyrirgjöf sem Mohamed Salah framlengdi á Jota sem skoraði.

Diogo Jota skorar mark sitt. Mynd/Getty

Liverpool ógnaði marki Norwich ekki mikið meira fram að hálfleik en stjórnaði hins vegar leiknum. Staðan í hálfleik var 0-1.

Gestirnir voru áfram betri aðilinn í seinni hálfleik. Á 65. mínútu tvöfaldaði Roberto Firmino forystu þeirra. Eftir skyndisókn renndi Salah boltanum á Brasilíumanninn sem skoraði auðveldlega.

Roberto Firmino fagnar í dag. Mynd/Getty

Salah innsiglaði sigurinn sjálfur með marki með flottu skoti á 74. mínútu. Frábær leikur hans.

Nýliðarnir gerðu nokkra atlögu að marki Liverpool í lok leiks en tókst ekki að klóra í bakkann. Lokatölur 0-3.

Mohamed Salah átti stórleik. Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Rashford vill ekki snúa aftur til Manchester United

Rashford vill ekki snúa aftur til Manchester United
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Er arftaki Lewandowski á Ítalíu? – Einnig áhugi í Manchester og Madríd

Er arftaki Lewandowski á Ítalíu? – Einnig áhugi í Manchester og Madríd
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Messi að krota undir nýjan samningi í Miami

Messi að krota undir nýjan samningi í Miami
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Leitar United til Sádí Arabíu til að laga miðsvæðið?

Leitar United til Sádí Arabíu til að laga miðsvæðið?
433Sport
Í gær

Óvænt klásúla í samningi Mourinho

Óvænt klásúla í samningi Mourinho
433Sport
Í gær

Óvæntar breytingar á bak við tjöldin hjá Arsenal – Lykilmaður hverfur á braut

Óvæntar breytingar á bak við tjöldin hjá Arsenal – Lykilmaður hverfur á braut