fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Man Utd gefst ekki upp – Ætla að semja við Pogba

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 14. ágúst 2021 18:30

Paul Pogba. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United ætlar sér enn að endursemja við Paul Pogba, leikmann félagsins. Þetta segir félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano.

Samningur hins 28 ára gamla Pogba á Old Trafford rennur út næsta sumar. Hann hefur hingað til ekki gert sig líklegan til þess að skrifa undir nýjan.

Í sumar var Frakkinn til að mynda orðaður við Paris Saint-Germain og sitt gamla félag, Juventus.

Pogba fór á kostum í dag í fyrsta leik Man Utd í ensku úrvalsdeildinni. Hann lagði upp fjögur mörk í 5-1 sigri gegn Leeds. Það hefur aðeins gert vinnuveitendur hans, sem og stuðningsmenn, spenntari fyrir því að endursemja.

Félagið hefur verið í viðræðum við Mino Raiola, umboðsmann Pogba, í nokkrar vikur. Ekkert er í höfn enn sem komið er. Man Utd mun þó halda áfram að reyna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rashford vill ekki snúa aftur til Manchester United

Rashford vill ekki snúa aftur til Manchester United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Er arftaki Lewandowski á Ítalíu? – Einnig áhugi í Manchester og Madríd

Er arftaki Lewandowski á Ítalíu? – Einnig áhugi í Manchester og Madríd
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Messi að krota undir nýjan samningi í Miami

Messi að krota undir nýjan samningi í Miami
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Leitar United til Sádí Arabíu til að laga miðsvæðið?

Leitar United til Sádí Arabíu til að laga miðsvæðið?
433Sport
Í gær

Óvænt klásúla í samningi Mourinho

Óvænt klásúla í samningi Mourinho
433Sport
Í gær

Óvæntar breytingar á bak við tjöldin hjá Arsenal – Lykilmaður hverfur á braut

Óvæntar breytingar á bak við tjöldin hjá Arsenal – Lykilmaður hverfur á braut