Nokkrir Íslendingar hafa komið við sögu með liðum sínum erlendis það sem af er degi.
Hólmbert Aron Friðjónsson spilaði seinni hálfleikinn með Holstein Kiel í 0-3 tapi gegn Regensburg í þýsku B-deildinni.
Hólmbert og félagar eru enn án stiga eftir þrjá leiki í deildinni.
Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leikinn með Valarenga í 1-1 jafntefli gegn Avaldsnes í norsku úrvalsdeildinni. Amanda Andradóttir kom inn á sem varamaður fyrir Valarenga og spilaði rúman hálftíma.
Valarenga er í fjórða sæti með 23 stig eftir ellefu leiki.
Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði og lagði upp fyrsta mark Gautaborgar í 2-3 sigri gegn Malmö. Kolbeinn lék alls 75 mínútur í leiknum.
Gautaborg er í níunda sæti með 19 stig eftir fimmtán leiki.
Í B-deildinni í Svíþjóð lék Böðvar Böðvarsson allan leikinn með Helsingborg í 0-3 sigri gegn Akropolis.
Helsingborg er á toppi deildarinnar með 30 stig eftir sextán leiki.