fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Enska úrvalsdeildin: Man Utd setti upp sýningu í seinni hálfleik – Bruno og Pogba frábærir

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 14. ágúst 2021 13:24

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United vann öruggan sigur gegn Leeds í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Fyrri hálfleikur var hraður og skemmtilegur. Það var mark Bruno Fernandes sem skildi liðin að í hálfleik.

Markið skoraði hann eftir hálftíma leik. Hann fékk þá frábæra sendingu frá Paul Pogba inn fyrir vörn Leeds. Móttaka Bruno var glæsileg og svo kom hann boltanum í netið, þrátt fyrir að Illan Meslier hafi náð að setja höndina í boltann.

Bruno Fernandes skorar. Mynd/Getty

Þrumufleygur Luke Ayling, bakvarðar Leeds, jafnaði svo leikinn snemma í seinni hálfleik. Hann smellhitti boltann þá af löngu færi og varð útkoman glæsilegt mark.

Þá setti Man Utd hins vegar í fluggírinn. Mason Greenwood kom þeim aftur yfir á 52. mínútu með marki úr þröngu færi eftir sendingu frá Pogba.

Bruno skoraði svo sitt annað mark á 54. mínútu. Enn og aftur átti Pogba stoðsendinguna.

Eftir klukkutíma leik fullkomnaði Portúgalinn svo þrennu sína. Hann afgreiddi boltann þá í markið eftir langa sendingu frá Victor Lindelöf.

Fimmta mark Man Utd skoraði Fred. Hann skoraði af stuttu færi eftir enn eina stoðsendingu Pogba.

Leeds sá aldrei til sólar í seinni hálfleiknum, fyrir utan þegar Ayling gerði glæsimarkið. Lokatölur 5-1.

Frábær byrjun hjá Man Utd. Stuðningsmenn liðsins eru væntanlega enn spenntari fyrir komandi leiktíð núna.

Frábær í dag. Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rashford vill ekki snúa aftur til Manchester United

Rashford vill ekki snúa aftur til Manchester United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Er arftaki Lewandowski á Ítalíu? – Einnig áhugi í Manchester og Madríd

Er arftaki Lewandowski á Ítalíu? – Einnig áhugi í Manchester og Madríd
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Messi að krota undir nýjan samningi í Miami

Messi að krota undir nýjan samningi í Miami
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Leitar United til Sádí Arabíu til að laga miðsvæðið?

Leitar United til Sádí Arabíu til að laga miðsvæðið?
433Sport
Í gær

Óvænt klásúla í samningi Mourinho

Óvænt klásúla í samningi Mourinho
433Sport
Í gær

Óvæntar breytingar á bak við tjöldin hjá Arsenal – Lykilmaður hverfur á braut

Óvæntar breytingar á bak við tjöldin hjá Arsenal – Lykilmaður hverfur á braut