Lyngby vann Hobro í dönsku B-deildinni í dag. Liðið er enn með fullt hús stiga eftir fjóra leiki.
Freyr Alexandersson er stjóri Lyngby. Leikur dagsins vannst 1-4. Marcel Romer, Magnus Kaastrup (2) og Petur Knudsen gerðu mörk Lyngby.
Sævar Atli Magnússon og markvörðurinn Frederik Schram byrjuðu á varamannabekk Lyngby í dag.
Sævar Atli kom hins vegar inn á og lagði upp tvö mörk.
Lyngby er á toppi deildarinnar ásamt Helsingör. Bæði lið eru með 12 stig eftir fjóra leiki.