fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Tóku upp blys í stúkunni í Víkinni en allt varð vitlaust – ,,Það er bannað að hafa gaman hérna“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 14. ágúst 2021 12:30

Stuðningsmenn Gróttu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason, þáttastjórnandi í hlaðvarpsþættinum Dr. Football, sagði frá því í nýjasta þættinum að nokkrum stuðningsmönnum Víkings hafi verið bannað að vera með blys á leik liðsins gegn KR í Mjólkurbikarnum í vikunni.

Leikurinn var liður í 16-liða úrslitum keppninnar. Víkingur vann 3-1 og er kominn í 8-liða úrslit.

Nokkrir drengir mættu með blys á leikinn til að keyra upp stemmninguna. Hjörvar var hrifinn af því.

,,Þeir mættu með blys. Hvað er skemmtilegra en að vera að horfa á fótboltaleik og sjá reyk yfir vellinum? Þetta er bara ógeðslega gaman, gefur þessu svo ógeðslega mikið. Mönnum líður eins og á alvöru fótboltavelli ef einhver rífur upp blysin.“

Það voru þó ekki allir jafn hrifnir af þessu athæfi stuðningsmannanna.

,,Það er einhver töffari sem rífur upp blysið þegar þeir skora 1-0. Þá kemur einhver úr stjórninni ‘niður með þetta, slökkvið á þessu. 250 þúsund króna sekt.’ Af hverju er það alltaf þannig á Íslandi? Einhver 250 þúsund króna sekt.“

,,Af því að það er bannað að hafa gaman hérna,“ skaut Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur í Dr. Football, þá inn í.

Albert Hafsteinsson, leikmaður Fram í Lengjudeildinni, var gestur í þættinum. Hann segir svona atriði geta verið ástæðuna fyrir því að stemmningin á íslenskum völlum er ekki meiri en raun ber vitni.

,,Þetta er kannski ástæðan fyrir því að stuðningurinn hefur aðeins dottið niður. Það má ekkert gera og það er gert grín að öllu alls staðar.“

,,Stuðningsmannamál á Íslandi eru í hörmulegum málum. Þarna komu viljugir gæjar sem voru þvílíkt til í að syngja og tralla og hafa gaman í Víkinni í gær. Vopnunum var  sparkað úr höndunum þeirra við fyrsta tækifæri,“ bætti Hjörvar við að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rashford vill ekki snúa aftur til Manchester United

Rashford vill ekki snúa aftur til Manchester United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Er arftaki Lewandowski á Ítalíu? – Einnig áhugi í Manchester og Madríd

Er arftaki Lewandowski á Ítalíu? – Einnig áhugi í Manchester og Madríd
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Messi að krota undir nýjan samningi í Miami

Messi að krota undir nýjan samningi í Miami
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Leitar United til Sádí Arabíu til að laga miðsvæðið?

Leitar United til Sádí Arabíu til að laga miðsvæðið?
433Sport
Í gær

Óvænt klásúla í samningi Mourinho

Óvænt klásúla í samningi Mourinho
433Sport
Í gær

Óvæntar breytingar á bak við tjöldin hjá Arsenal – Lykilmaður hverfur á braut

Óvæntar breytingar á bak við tjöldin hjá Arsenal – Lykilmaður hverfur á braut