Liverpool hefur áhuga á því að fá Adama Traore frá Wolves. Þetta segir 90min.
Liverpool vill styrkja lið sitt fram á við og sér hinn 25 ára gamla Traore sem góðan kost til þess.
Það er þó ein hindrun í vegi þeirra. Wolves vill fá 40 milljónir evra fyrir leikmanninn kröftuga. Liverpool vonast þó til að hægt verði að slá töluvert af þeirri upphæð.
Liverpool, sem varð Englandsmeistari árið 2020, hefur látið lítið fyrir sér fara á félagaskiptamarkaðnum í sumar.
Eini leikmaðurinn sem hefur gengið í raðir félagsins í glugganum er miðvörðurinn Ibrahima Konate.