Sveinn Aron Guðjohnsen er kominn til Elfsborg í Svíþjóð. Hann skrifar undir samning til ársins 2024.
Hinn 23 ára gamli Sveinn Aron kemur til Elfsborg frá ítalska félaginu Spezia. Hann eyddi síðustu leiktíð á láni hjá OB í Danmörku.
Sveinn Aron á fjóra leiki að baki fyrir A-landslið Íslands. Allir komu þeir fyrr á þessu ári.
Markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson kom einnig til Elfsborg frá Gróttu fyrr í sumar.
Liðið leikur í efstu deild og er í fjórða sæti þar.
🇮🇸🔥 pic.twitter.com/xGRxlHUNjg
— IF Elfsborg (@IFElfsborg1904) August 14, 2021