fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Enska úrvalsdeildin: Nýliðarnir skelltu Arsenal í opnunarleiknum

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 13. ágúst 2021 20:55

Leikmenn og stuðningsmenn Brentford gátu fagnað innilega í kvöld. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brentford sigraði Arsenal á heimavelli í opnunarleik tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Arsenal var meira með boltann í fyrri hálfleik en leikmenn Brentford voru þó beittari fram á við.

Sergi Canos kom heimamönnum verðskuldað yfir á 22. mínútu með flottu skoti. Það er hugsanlegt að boltinn hafi verið kominn aftur fyrir endamörk þegar Calum Chambers reyndi að hreinsa frá í aðdragandanum en dómari leiksins skoðaði það ekki frekar. Markið stóð. Þetta var fyrsta mark Brentford frá upphafi í ensku úrvalsdeildinni.

Sergi Canos skorar fyrsta mark Brentford í ensku úrvalsdeildinni. Mynd/Getty

Staðan í hálfleik var 1-0.

Leikmenn Arsenal voru líflegir fyrri hluta seinni hálfleiks og sköpuðu sér nokkur færi.

Þeim var þó kippt rækilega niður á jörðina þegar Christian Norgaard tvöfaldaði forystu nýliðanna með skallamarki. Markið kom eftir langt innkast.

Christian Norgaard skorar. Mynd/Getty

Einstaklega góð frammistaða nýliðanna í sínum fyrsta leik skóp að lokum 2-0 sigur. Frábær byrjun hjá þeim.

Það sama verður hins vegar ekki sagt um Arsenal. Margir vildu meina að sæti stjórans, Mikel Arteta, hafi nú þegar verið nokkuð heitt fyrir tímabil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Í gær

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“
433Sport
Í gær

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir
433Sport
Í gær

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“