fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Sá norski ekki í hóp og Arsenal ætlar að láta til skara skríða

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 13. ágúst 2021 11:00

Martin Odegaard

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn norski Martin Ødegaard er ekki í leikmannahópi Real Madrid fyrir spænsku úrvalsdeildina sem hefst um helgina. Tíðindin gleðja forráðamenn Arsenal sem vilja ólmir kaupa Ødegaard.

Ødegaard var á láni hjá Arsenal á síðustu leiktíð og átti góðan kafla með félaginu áður en hann hélt aftur til Spánar.

Í upphafi sumars var talið nánast útilokað að Ødegaard færi aftur til Arsenal en staðan gæti verið að breytast.

„Arsenal er tilbúið að bjóða í Ødegaard, hann hefur alltaf verið fyrsti kostur Edu og Arteta í stöðu framliggjandi miðjumanns. Um leið og Real Madrid gefur grænt ljós þá mun Arsenal leggja fram tilboð. Aouar er líka á lista en Maddisson hefur aldrei verið líklegur,“ segir Fabrizio Romano, sérfræðingur í félagaskiptum knattspyrnumanna

Ødegaard er 22 ára gamall en hann fór 16 ára til Real Madrid og var þá talinn einn efnilegasti knattspyrnumaður í heimi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum

Guðjón ræddi um mögur síðustu ár í Hafnarfirði en telur byltingu í kortunum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Breiðablik fer til Serbíu

Breiðablik fer til Serbíu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nýr markvörður Liverpool grunaður um kynþáttafordóma – Málið komið í rannsókn

Nýr markvörður Liverpool grunaður um kynþáttafordóma – Málið komið í rannsókn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Maresca sendir sneið á Sterling – Ekki erfitt líf miðað við það sem faðir hans hefur gert í 50 ár

Maresca sendir sneið á Sterling – Ekki erfitt líf miðað við það sem faðir hans hefur gert í 50 ár
433Sport
Í gær

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi

Telur líkur á að Amorim verði rekinn eftir helgi
433Sport
Í gær

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“

Kjartan setti Kristin á teinana í beinni útsendingu í gærkvöldi – „Hann er ekki lengur í vinnu, það er búið að svara spurningunni“