fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Sambandsdeildin: Jón Guðni í byrjunarliðinu er Hammarby komst áfram — Björn Bergmann skoraði í tapi Molde

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 12. ágúst 2021 19:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Guðni Fjóluson var í byrjunarliði Hammarby sem vann 5-1 sigur á serbneska liðinu Cukaricki í Sambandsdeildinni í kvöld. Cukaricki vann fyrri leik liðanna 3-1 í Serbíu og átti Hammarby því mikið verk fyrir höndum.

Hammarby komst í 3-0 forystu í fyrri hálfleik með mörkum frá Mohanad Jeahze, Astrit Seljmani og Bjorn Paulsen. Ibrahima Ndiaye skoraði fyrir Cukaricki á 64. mínútu og staðan orðin 3-3 samanlagt. Williot Swedberg og Astrit Selmani tryggðu Hammarby sigur í einvíginu með mörkum á 67. og 72. mínútum leiksins.

Hammarby mætir annað hvort Ujpest eða Basel í umspili um sæti í riðlakeppninni.

Björn Bergmann kom inn á sem varamaður í liði Molde gegn Trabzonspor. Fyrri leikur liðanna endaði með 1-1 jafntefli í Tyrklandi.

Trabzonspor komst í forystu á 57. mínútu með marki frá Edgar lé. Björn kom inn á sem varamaður þegar fjórar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og jafnaði metin fyrir Molde á 97. mínútu. Leikurinn fór í vítaspyrnukeppni þar sem Tyrkirnir höfðu betur, 4-3.

Trabzonspor mætir Roma frá Ítalíu í umspilinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tveir mikilvægir menn snúa aftur fyrir Amorim á morgun

Tveir mikilvægir menn snúa aftur fyrir Amorim á morgun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vilja fá Casemiro frítt næsta sumar

Vilja fá Casemiro frítt næsta sumar
433Sport
Í gær

Gerrard gæti verið að landa áhugaverðu starfi á Englandi

Gerrard gæti verið að landa áhugaverðu starfi á Englandi
433Sport
Í gær

Mourinho sendir pillu til Tyrklands og segist hafa valið rangt

Mourinho sendir pillu til Tyrklands og segist hafa valið rangt
433Sport
Í gær

Lokaumferð í deildarkeppni hjá konunum um helgina – Þór/KA og Víkingur berjast um síðasta lausa sætið

Lokaumferð í deildarkeppni hjá konunum um helgina – Þór/KA og Víkingur berjast um síðasta lausa sætið
433Sport
Í gær

Gleðifréttir fyrir Ruben Amorim

Gleðifréttir fyrir Ruben Amorim