Breiðablik er úr leik í Sambandsdeildina eftir 2-1 ósigur gegn skoska liðinu Aberdeen í kvöld. Aberdeen vann fyrri leik liðanna 3-2 og vinnur einvígið 5-3 samanlagt.
Viktor Karl Einarsson var nálægt því að koma Breiðablik yfir á 32. mínútu en skot hans fór framhjá markinu. Ryan Hedges náði svo forystunni fyrir Aberdeen í upphafi síðari hálfleiks eftir mistök í varnarleik Blika.
Gísli Eyjólfsson jafnaði metin á 59. mínútu og útlitið hefði getað orðið enn betra fyrir Breiðablik sex mínútum síðar er Jason Daði komst í gott færi en tókst ekki að skora. Ryan Hedges bætti við öðru marki sínu í leiknum á 70. mínútu og staðan orðin 2-1 fyrir Aberdeen eða 5-3 samanlagt. Þar við sat og Skotarnir fara í umspilið þar sem þeir mæta liði Qarabag frá Azerbaijan.