Chelsea festi kaup á framherjanum Romelu Lukaku í dag og birti myndband á samfélagsmiðlum þar sem félagið bauð hann velkominn heim.
Lukaku kom fyrst til Chelsea árið 2011, þá 18 ára gamall frá belgíska liðinu Anderlecht. Lukaku lék einungis 10 deildarleiki fyrir Chelsea á sínum tíma og var lánaður til West Brom og Everton áður en hann gekk til liðs við það síðarnefnda árið 2014.
Manchester United klófesti hann frá Everton árið 2017 þar sem hann hann lék meðal annars undir stjórn Jose Mourinho, fyrrverandi þjálfara hans hjá Chelsea. Belginn fór til Inter á Ítalíu tveimur árum seinna og varð næst markahæsti leikmaður deildarinnar í fyrra ásamt því að vinna ítölsku úrvalsdeildina.
Lukaku er nú kominn aftur til Chelsea þar sem honum á greinilega að líða eins og heima hjá sér.
Myndbandið má sjá hér að neðan.
Welcome home, @RomeluLukaku9. 💙#LukWhosBack pic.twitter.com/P43CAIVqfU
— Chelsea FC (@ChelseaFC) August 12, 2021