fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Tengdafaðir Gylfa tjáir sig: „Hann hefur það fínt“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. ágúst 2021 18:45

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og kom fram hjá DV í morgun eru mál Gylfa Sigurðssonar enn til rannsóknar hjá lögreglunni í Manchester-borg. Alexandra Ívarsdóttir, eiginkona Gylfa, dvelur á Íslandi þessa dagana en Mannlíf ræddi við Ívar Erlendsson, föður hennar.

„Hann hefur það fínt,“ segir Ívar aðspurður um líðan Gylfa. Gylfi hefur hvorki æft né spilað með Everton síðan hann var handtekinn fyrir þremur vikum síðan en honum var sleppt eftir stutta yfirheyrslu.

Samkvæmt fréttum á Englandi heldur Gylfi sig í skjólshúsi á vegum félags hans þar sem einhver fylgist með honum.

Gylfi Þór hefur í gegnum árin verið besti knattspyrnumaður Íslands og leitt liðið í gegnum ótrúlegt tímabil og átt afar farsælan feril í ensku úrvalsdeildinni með Swansea, Tottenham og nú Everton.

Gylfi, sem er 31 árs gamall, hefur leikið 78 leiki fyrir íslenska landsliðið og hefur skorað í þeim leikjum 25 mörk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tveir mikilvægir menn snúa aftur fyrir Amorim á morgun

Tveir mikilvægir menn snúa aftur fyrir Amorim á morgun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vilja fá Casemiro frítt næsta sumar

Vilja fá Casemiro frítt næsta sumar
433Sport
Í gær

Gerrard gæti verið að landa áhugaverðu starfi á Englandi

Gerrard gæti verið að landa áhugaverðu starfi á Englandi
433Sport
Í gær

Mourinho sendir pillu til Tyrklands og segist hafa valið rangt

Mourinho sendir pillu til Tyrklands og segist hafa valið rangt
433Sport
Í gær

Lokaumferð í deildarkeppni hjá konunum um helgina – Þór/KA og Víkingur berjast um síðasta lausa sætið

Lokaumferð í deildarkeppni hjá konunum um helgina – Þór/KA og Víkingur berjast um síðasta lausa sætið
433Sport
Í gær

Gleðifréttir fyrir Ruben Amorim

Gleðifréttir fyrir Ruben Amorim