Knattspyrnudeild Selfoss fellir niður allar æfingar og leiki í dag vegna smits í félaginu hjá okkur.
„Við erum að bíða eftir frekari upplýsingum frá smitrakningu og teljum því öruggast og sýna ábyrgð í því að bíða út daginn,“ segir í yfirlýsingu félagsins.
Börn og aðrir iðkendur sem ekki fá skilaboðin verða sendir heim þegar þau mæta á svæðið og verður starfsmenn á svæðinu til að sjá til þess.
Yfir 100 einstaklingar greindust með COVID-19 veiruna í gær en mikill fjöldi smita síðustu daga hefur vakið athygli